“Margir vaxtaræktamenn éta of mikið af prótínum ef eitthvað er”
-Prótein er ekki aðal málið í gainer. Í niðurskurði þá þarf mun meira prótein en í uppbyggingu. En annars gera þessir vaxtarræktarmenn margt sem er verra en próteinát.
“Túnfisk og eggjasalat ofan á brauð, skyrhræringu o.fl.”
-Jújú þetta er próteinríkt, en það er ekki mikið af hitaeiningum. En persónulega finnst mér skyr ekki gott, en það er bara ég, ég er kominn með ógeð á því, plús það að það er þungt í magann og lætur mann verða saddann og það er ekki mikið af hitaeiningum.
“og þá ertu kominn upp í 3000-3500 kkal sem dugir flestum sem stunda reglulega íþróttir”
-Þetta dugir fyrir suma þegar þeir eru rétt að byrja. En sjálfur þarf ég að borða í minnsta lagi 4000 kkal og mun meira til að stækka og ég er ekki eitthvað tröll.
Ég skil þig alveg, það eru margir sem að þurfa ekki gainer og önnur fæðubótarefni, þeir gætu borðað aðeins meira. En það er mun þæginlegra að geta fengið fullt af hitaeiningum, td. í vinnunni eða eftir æfingu þegar maður hefur ekkert að borða.