Já, það gæti alveg verið vit í því þegar maður er að skera sig niður, mun meira en þegar byggt er upp.
Próteinduft er óþarft þegar maður er að byggja upp því það er svo auðvelt að fá nóg prótein þegar maður borðar mikið.
Þegar maður borðar lítið hins vegar, getur verið erfitt að fá nægilegt prótein úr venjulegu fæði.
Auk þess dregur prótein meir úr matarlyst en hin fæðuefnin, kolvetni og fita. Rannsóknir hafa sýnt að það er ástæða þess að Atkins kúrinn virkar, ekki af því að fituríkt fæði auki fitubrennslu.
Að lokum, þá hjálpar aukaprótein til að viðhalda vöðvamassanum sem annarst tapast þegar maður grennist. Margir sem fara í megrunarkúr án þess að lyfta tapa meiri vöðvum en fitu.
Þegar lítið er af próteinum, lítið af hitaeiningum og lítið álag á vöðvana bregst líkaminn við eins og í hungursneyð, lækkar brennsluna, losar sig við “óþarfa” vöðva og rígheldur í alla þá fitu sem mögulegt er til mögru áranna.