Ég er sammála Damphir, lestu þig um þetta á fleiri stöðum og vertu meðvituð hvað þú lætur ofan í þig. Það nennir enginn að fylgja ákveðnum matarrútínum til lengdar, þessvegna er langbest að vera meðvitaður um hvað maður setur ofan í sig, hvað er óhollt og hvað ekki.
Þú verður að breyta um lífsstíl (þótt það sé kanski gróft til orða tekið) en ekki fara í megrun.
Eitt mjög gott tip er að hafa alltaf eitthvað hollt að borða á milli mála. Td. mandarínur, banana, hnetur, snakk frá ágústu johnson, vatn og kristal plús.
Það er hægt að grenna sig án þess að stunda íþróttir því að þú brennir hitaeiningum á því að lifa. En það er mjög gott að hreyfa sig, bæði til að brenna, og fyrir líkamann.
Eitt mjög gott tip er að byrja að æfa íþrótt, eða fá vinkonurnar með í eitthvað. Td. leigja íþróttasal og fara í badminton, tennis, blak eða fótbolta þessvegna. Eða fara út að labba í staðinn fyrir að tala við þær í gegnum síma eða við sjónvarpið… Það er góð brennsla að labba, þótt þið svitnið ekki!