Ég hef verið að prófa að fara í spinning undanfarið og hef haft mjög gaman af að því undanskildu að ég fæ svo hrikalega mikla verki undir iljarnar á meðan ég er að hjóla. Þ.e.a.s þegar ég er með fæturnar í ístöðunum á hjólinu og er að hjóla, hvort sem það er sitjandi eða standandi, fæ ég hrikalegan verk rétt undir miðja ilina, þar sem ístaðið hættir! Hef prófað að fara í tvennskonar skóm, með þá von að ég væri kannski í of þunnbotnaskóm.. en allt fyrir ekki.
Er einhver spinning manneskja þarna úti sem getur komið með ráð handa mér?