Þyngd miðað við hæð er í rauninni ekki góður mælikvarði á heilbrigða samsetningu líkamans.
Ég er alltof þungur miðað við hæð en er í góðum málum vegna þess að aukaþyngdin er í formi vöðva.
Þú ert alltof léttur vegna þess að þú hefur litla sem enga vöðva, en slagar upp í eðlilega þyngd vegna aukafitu. Ekki gott.
Vissulega gætirðu grennst með því að drekka vatn í stað kóks og með því að éta gulrætur eða eitthvað í stað skyndibita. En þú mundir missa vöðvamassa í leiðinni og enda grindhoraður ennþá vöðvarýrari og það er ekki gott ástand.
Fyrir þig þá mundi ég mæla með lyftingum til að auka vöðvamassann. Ég póstaði
grein um grunnlyftingaáætlun hérna nýlega, en þar er líka
prógramm eftir rfm sem mætti nota í staðinn.
Ef þú vilt ekki byrja að lyfta strax þá eru margvíslegar æfingar sem þú gætir gert án lóða sem gagnast til að styrkja sig, en duga bara visst lengi því það er erfitt að þyngja þær. Þar má nefna hnébeygjur (á öðrum fæti er erfiðara), armbeygjur (ýmsar leiðir til að þyngja), upphífingar (nota stól til að létta) osfrv.
Einnig mundi ég hiklaust mæla með því að þú færir að stunda einhverja íþrótt. Þær eru margar góðar til sem bjóða upp á alhliða líkamsþjálfun, en hver hentaði þér best færi eftir áhugasviði.
Besta líkamsþjálfunin er ekki sú sem er “best” í einhverjum lífeðlisfræðilegum skilningi heldur
sú sem þú nennir að stunda reglulega.
Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað.