Það er auðvitað séns að heit gufa hafi áhrif, en það er undarlegt að kláðinn komi bara þegar þú svitnar, það ætti frekar að vera almenn kláði, og aðallega á þeim svæðum þarsem rakinn viðhelst, þannig að ef þú notar ekki einhverskonar höfuðfat við uppvaskið þá er það frekar langsótt.
Mér dettur ekkert ákveðið í hug, það eru til syndróm þar sem einstaklingar þola illa eigin svita, en dáldið erfitt að segja neitt um það þar sem þetta er svona lókalíserað (en það er að vísu sérstaklega mikið af eccrine svitakirtlum á enninu, í lúkunum og á iljunum). Ef þetta veldur talsverðum óþægindum, eða það koma í ljós útbrot þá er náttúrulega hægt að panta tíma hjá húðlækni (og sjá hvort þetta lagast ekki á meðan beðið er eftir tímanum, síðast þegar ég vissi var 2 mánaða biðtími normið).