Þú þarft nú ekkert að vera hrædd við að borða. Morgunmaturinn og kvöldmaturinn er það eina sem lítur út fyrir að vera nóg.
Hádegismatur: Nupo létt, og svo tvö hrökkbrauð?
Þú þarft miklu meira en þetta, getur fengið þér tvær brauðsneiðar, tvær bollur, en það er nákvæmlega ekkert í þessum tveimur hrökkbrauðsneiðum sem gerir gæfumun fyrir utan einhver korn en það er svo lítið af þeim. Ég hef nú enga trú á einhverju nupo létt dæmi eða herbalife svo ég mund mæla með því að þú fengir þér bara íslenskt skyr.
Kaffi: Gróf bolla og 3 eplabitar?
Þú getur alveg látið þér eftir þann munað að fá þér aðeins meira að borða. Ein gróf bolla, ef hún er eins og ég ímynda mér í lófastærð, er ekki nóg og þrír eplabitar?
Það versta sem þú getur gert þér er að borða of lítið. Ég skil vel af hverju þú ert að deyja úr hungri, þetta er svona í minnsta lagi sem þú ert að borða. Ef þú vilt ná árangri skaltu ekki setja mataræðið þitt í svona miklar skorður, þú skalt frekar taka eitthvað úr því, s.s. sleppa því að borða nammi, kökur og kex og sæta gosdrykki.
Það gerir meira gagn að hreyfa sig í svona hálftíma, klukkutíma á dag en að fara í þvílíkan megrunarkúr.