Eru líkamleg einkenni?
Ef að þetta lagast ekki fljótlega gæti þetta verið byrjunin á t.d. GAD (Generalized Anxiety Disorder), sem lýsir sér með tilefnislausum kvíða og áhyggjum af flestum hlutum.
Ekki fara útí það að taka lyf eða nota áfengi til að bæla niður einkennin, ef að þú ert ekki að fá kvíðaköst (panic attacks, þar sem kvíðinn verður viðþolslaus), þá er líklega best að athuga hvort þetta lagast ekki af sjálfu sér, drekka minna af kaffeini, ná góðum reglulegum svefni osfrv. Ef að ástandið er hinsvegar óbærilegt, hefur verið svona oft áður eða lagast ekki, þá er mæli ég með að fara til læknis og fá mat.
Upplýsingar um kvíða/stress:
http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/fraedsla_kvidi.html