“Einn frægur einkaþjálfari lætur sitt fólk drekka kassa af kóki á dag í viku fyrir mót
til að losa vatnið úr líkamanum og ná þessu harða tálgaða útliti.
Þetta hljómar klikkað en hefur samt marga kosti þegar þú hugsar út í það.
Diet kók er frábært af þvi að það bragðast vel, hefur nánast engar kaloríur og inniheldur mikið koffein.
Ég er ekki að segja þér að nota þessa aðferð, ég er bara gefa þér hugmynd um lítið trikk sem einn virtur einkaþjálfari notar til að hjálpa sínum mönnum að losa vatn fyrir mót.
Þetta virkar í grófum dráttum svona.
Ef mótið er á laugardegi þá byrjarðu á kók kassanum viku fyrr.
Með kók kassa á ég við einn kassa af dósakóki á dag.
Ég mæli með að þú fáir þér stóra vatnsflösku og fyllir hana af kóki og súpir svo á því yfir daginn. Þú fyllir svo á flöskuna eftir þörfum en sérð til þess að þú klárir kassa á dag. Þú heldur þessu áfram fram á fimmtudagskvöld en eftir það drekkur þú engan vökva fram yfir mót.
Þegar þú hættir að innbyrða vökva byrjar þú að pissa eins og aldrei fyrr.
Þú átt ábyggilega eftir að þurfa að vakna og pissa nokkrum sinnum yfir nóttina líka. Allur vökvinn í líkamanum plús allt koffeinið í kókinu veldur meiriháttar þvagræsiáhrifum.
Á keppnisdag ættirðu svo að verða búinn að pissa svo miklu vatni að þú verður orðinn hrikalega þurr og harður. Sem auka bónus þá deyfir diet kókið matarlyst sem hjálpar þér aftur að halda þig við keppnismataræðið.
Þú skalt hafa það í huga að þegar ég segi að þú eigir eftir að pissa mikið, þá meina ég þú gætir verið á klósettinu á korters fresti.
Þessi aðferð blekkir í raun líkamann til að losa meira vatn en hann annars myndi gera. Þetta er ekki ósvipuð aðferð og notuð er við kolvetnasvelti til að láta síðan vöðvana hlaða inn meira kolvetni en þeir annars myndu gera þegar þú byrjar aftur að borða kolvetni.
Svo er það spurningin hvort þú verðir búinn að losa allt vatnið áður en að keppni kemur eða hvort þú ert ennþá vatnaður á mótsdag.
Ekki viljum við hafa þig útvatnaðan og lítandi út eins og loftbelg á sviðinu.
Þess vegna er betra að þú sért búinn að prófa þessa aðferð á þér áður til að finna út hve lengi þú ert að pissa öllu kókinu.
Ef þú ert aftur á móti á síðasta snúing, þá geturðu bætt við slatta af
C vítamíni (C vitamin hefur líka vatnslosandi áhrif) eða einhverskonar öðru vatnslosandi efni.
Eins og ég sagði áður þá hefur þessi aðferð sína kosti en það ert á endanum þú sem ákveður hvort hún hentar þér”.
Tekið af fitnesssport.is