Ég var að pæla í þessu, ég er mjög mikið í íþróttum (5 sinnum í viku eða meira og syndi svo og hleyp á helgum) og ég tek lýsi og múltímínus. Er það ekki alveg nóg af bætiefnum? Ég borða mjög hollan mat, mjög mikið af grænmeti, ávöxtum og drekk mikið vatn, borða kannski of lítið af kjöti en þarf ég virkilega meira? Fór bara að pæla í þessu út af því að ég er sífellt að sjá auglýsingar fyrir endalaus bætiefni og ég fór að pæla í hvort að þetta sé allt nauðsynlegt?
Og einnig, ætti ég að taka einhver bætiefni (ef að einhver gæti bent mér á einhvað sérstakt nafn þá væri það fínt) út af því að ég borða lítið sem ekkert kjöt?
Vona að fólk svari þessu viturlega og verði ekki með skítkast.
Með fyrirfram þökk,
LollyPolly.