Ég er ekki sammála því sem hinn segjir hérna fyrir ofan.
Til að fá hámarksbrennslu þá á að sleppa því að éta fyrir æfingu.
Hinsvegar er ég sammála því að ef þú ætlar að borða fyrir æfingu þá verða að líða 30-40 mín áður en þú ferð að taka á. Fyrir utan það þá tel ég það ekki líklegt að þú nennir að vakna, fá þér að éta og bíða svo í 30 mín áður en þú ferð á æfingu.
Mitt mat….sleppa því að éta fyrir brennslu.
Bætt við 6. janúar 2007 - 12:11
Þú átt ekki að þurfa að brenna í mikið lengri tíma en 30 til 40 mín.
Ég hef tekið 60 mín á morgni án þess að borða en ég tel það ekki ráðlegt því þá fer líkaminn að ganga á vöðvana og brennir þeim. Of mikil brennsla er ekki góð. Sjáðu bara hvernig fremstu maraþonhlauparar líta út.
Þú mátt ekki gleyma því að lyfta, það hefur ekki síður brennsluáhrif á líkamann. Auk þess að byggja hann upp.
Ég lyfti 3 svar í viku og brenni 3svar og ég hef gert að gamni mínu að vera með púlsmæli á öllum æfingum og eftir góða lyftingaræfingu þá hefur kaloríuteljarinn á mælinum nánast það sama og eftir 40 mín á hlaupabretti.
Eftir átök í réttstöðu hefur púlsinn á mér farið í 160 slög en ég erfiðum spinning tíma hefur púlsinn farið í 167. Þannig að munurinn er ekki svo
mikill. Þetta sýnir líka að erfiðar lyftingar hafa áhrif á þolið auk þess að byggja upp vöðva.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.