Það hefur stundum fundist eitthvað drasl í botnlöngum sem eru teknir úr fólki, smápeningar sem það hefur étið sem börn eða eitthvað. Annars er það ekki ástæða botnlangabólgu. Ensk rannsókn sagði að fólk sem borðaði mikið hvítt brauð fengi frekar botnlangabólgu en þeir sem borðuðu gróft.
Ef botnlanginn fer að bólgna færðu verk, neðarlega í kviðinn hægra megin nema svo ólíklega vilji til að þú sért með spegluð líffæri, þá væri það vinstra megin. Bólgan getur stundum gengið niður aftur og þess vegna gott að taka eitthvað bólgueyðandi verkjalyf á meðan þú drullar þér til læknis. Þú gætir lent inni á spítala yfir nótt til að fylgjast með þér og svo ekkert þurft í aðgerð en ef bólgan lagast ekki þarf að skera upp og taka hann. Þetta er engin rosa aðgerð. Ef þú trassar að fara til læknis og botnlanginn springur færðu lífhimnubólgu og það er mun verra mál.