Þetta er bara hálsbólga. Þýðir ekkert að fara til læknis. Slakaðu bara á í nokkra daga og láttu þér batna.
Þú getur prófað að fá þér hunangsvatn sem er örugglega búið að nefna hér fyrir ofan. Svo er gott að taka vítamín til að hjálpa líkamanum, t.d. C-vítamín freyðitöflur og sólhatt (ógeð, en virkar).
Bætt við 8. janúar 2007 - 00:49
Ég var að læra það mjög nýlega að bakteríusýkingar eins og streptakokkar eru algengastar eftir að maður er nýbúinn að jafna sig á meinlausri veirusýkingu eins og kvefi. Maður verður veikur og batnar svo eftir nokkra daga, þá versnar manni allt í einu rosalega og þá er það líklega baktería.
Eftir að ég komst að þessu fattaði ég að þegar ég fékk streptakokka var það nákvæmlega svona. Ég fór meira að segja í strok í byrjun veikinnar og var þá ekki með streptakokka.