Satt að segja má setja þessar fínu æfingar inn á mörgum stöðum.
Hér eru nokkrar aðferðir:
1 - Hnébeygja fyrst og réttstöðulyfta svo á hverri æfingu. Beygjan er þá upphitun fyrir deddið. Ekki mörg sett né mörg reps af deddi. (Þetta gerði ég lengi vel 3svar í viku og fór mjög hratt fram, 3 sett af hvoru.)
2 - Beygja fyrst, dedda svo einn daginn, dedda fyrst og beygja á eftir hinn. Fyrri æfingin er þá upphitun, léttara og fleiri reps. Seinni þyngri og fá reps. (Þetta gerði ég í 2 ár eftir að ég var orðinn sterkari og fannst orðið erfitt að gera hvorttveggja þungt sama daginn.)
3 - Beygja fyrst á fótadögum og dedda fyrst á bakdögum. Þetta mundi líklega henta best fyrir þitt prógramm. Nema … ég mundi ekki vilja beygja 2 dögum eftir þungan réttstöðulyftudag, dauðþreyttur í mjóbakinu. (Það sem ég geri núna er þungar beygjur á Mánud með öxlum og fleiru, bekkur, power clean ofl á Miðvd og léttar beygjur, dedd og léttur bekkur á Föstud. Þá fæ ég helgarhvíld fyrir beygjurnar á mánudögum sem eru erfiðastar.)
Hnébeygja
1 - Þungann á hælana, ekki tábergið.
2 - Horfa fram og aðeins upp.
3 - Tær og hnéskéljar eiga að vísa í sömu átt.
4 - Spenna herðablöðin saman, kassann út.
5 - Spenna magavöðvana.
6 - Rassinn aftur fyrst, beygja svo hnén.
7 - Setjast á milli fótanna, ekki ofan á.
8 - Beygja þangað til fremri hluti efra læris fer niður fyrir hné, amk.
Réttstöðulyfta
1 - Þungann á hælana, ekki tábergið.
2 - Horfa fram og aðeins upp.
3 - Fætur nær hvor öðrum en í hnébeygju.
4 - Handleggir lóðréttir og alveg beinir.
5 - Önnur hendin upp, hin niður, til skiptis eða eins og þér finnst þægilegra.
6 - Spenna herðablöðin saman, kassann út.
7 - Spenna magavöðvana.
8 - Rassinn niður, axlirnar upp.
9 - Rétta úr hnjám og mjöðmum samtímis og láta hausinn hreyfast fyrst.
10 - Aldrei beygja olnbogana, ekki agnarögn.
11 - Rétta vel úr og þrýsta mjöðmum fram ög öxlum aftur í lokin.
Best er að nota skó með smáhæl í hnébeygju, en með engum hæl eða vera á sokkaleistunum í réttstöðu (það er þó ekki leyft í keppni, menn nota kínaskó eða eins konar balletskó).