Málið er að ég veit ekkert hvort þetta var rot, yfirlið eða heilahrystingur… nei ég er nú ekkert stífur í hálsinum sko, já mig svimar oft, en það er bara ég og hefur alltaf verið ég, annars er ég byrjaður að taka inn vítamín, hefur lítið svimað síðan þá, já ég er með smá óþægindi fyrir brjósti, þeas, ef ég klóra mér í brjóstinu, þá finn ég svona geðveikt skrítna tilfinningu, svona smá sviða, og JÁ ég er ótrúlega stressaður :(
Bætt við 5. janúar 2007 - 14:49
Nii, ég lét nú ekkert kíkja á það, en þetta gerðist í skólanum, og fór til hjúkkunar en hún sagði að þetta ætti bara að jafna sig, en er ekki möguleiki að þetta sé nú bara einhver annarskonar veikindi.
Finnst þér stundum erfitt að kyngja? Finnst þér stundum eins og það sé kökkur í hálsinum á þér? Tekurðu einhver lyf að staðaldri? Færðu stundum náladofa í hendur og fætur?
Viðvarandi ógleði getur verið tengd streitu, m.a. vegna þess að það er herpingur í vélinda og magaopi, og það verður stundum verra eftir svefn og þegar legið er. Ef þér finnst þú vera ótrúlega
stressaður, og átt erfitt með að slaka á skaltu leita læknis. Það er vandamál sem getur undið uppá sig og er best að meðhöndla sem fyrst. Læknirinn getur sömuleiðis athugað hvort aðrir þættir eru í lagi, tekið blóðþrýsting og athugað járnmagn í blóði, sem hafa aftur áhrif á svima, ógleði og yfirlið.
Yfirlið af óþekktri ástæðu ætti helst alltaf að athuga nánar, jafnvel þó að það sé mjög ólíklegt að það sem kom fyrir þig stafi af alvarlegum sjúkdómi.
0
Yfirliðið í skólanum var af því að ég datt afturfyrir mig, og lenti mjööög hart á hægri olnboganum fékk þar að leiðandi rosalegann “straum” eða eikkað upp eftir handleggnum, svo byrjaði ég að svima og endanum leið yfir mig, semsagt það leið yfir mig útaf því held ég, að sögn félaga minna, datt ég ekki á hnakkann þegar ég datt á olnbogann en þegar það leið yfir mig, þá byrjaði mig að dreyma (er það venjulegt) og var víst byrjaður að skalla gólfið í leiðinni.
Bætt við 5. janúar 2007 - 15:15
btw, ég varð nú ekkert alltof stressaður fyrr en mig byrjaði að líða illa fyrir svona 3 dögum, held ég sé bara með hita og þannig, annars er e´g ekkert alltaf stressaður, bara aðallega útaf þessu máli, er vanalega ekkert flökurt á næturna.
0