Ja, það er nú umdeilanlegt hvort það er hægt að kalla þetta bekkpressu eins og útbúnaðurinn og frjálslegur lyftingastíllinn er orðinn, en já, það eru nokkrir, Gene Rychlak og Scott Mendelson amk sem hafa tekið 1000 pund (~454kg) í bekkpressu (í fjórföldum bekkpressuslopp).
Scott Mendelson hefur tekið 715 pund (324kg) á kjötinu, þeas án slopps, þannig að bekkpressubolurinn virðist gefa honum ca 120kg.
Heimsmetið í IPF, heimskraftlyftingasambandinu, er 351kg, en í IPF (og kraft.is) eru aðeins leyfðir einfaldir sloppar sem gefa mun minna, kannski 50kg hámark.