Já, kolvetni eða sykur, hvað sem fólk vil kalla þetta. Í mínum huga eru kolvetni (sykrur) bæði sykur (sem hrásykur tilheyrir) og trefjar (beðmi til dæmis). En það er aukaatriði.
Einsykrur eða einföld kolvetni er það sem þú vilt éta í ræktinni, hann fer mjög fljótt út í blóðrásina. Þetta getur verið Leppin-drykkur til dæmis eða bara venjulegur djús, fyrir utan það að þú þarft að drekka vel af vökva hvort eð er. Málið er að þú vilt örugglega ekki borða fasta fæðu vegna þess að það er óþægilegt að vera að reyna mikið á sig með eitthvað í maganum, en banani myndi annars gegna sama tilgangi.