Já, ætla að byrja að segja að ég veit ekkert á hvaða áhugamáli þetta á heima. En grunar að þetta sé staðurinn. :)
Málið er:
Ég er að fara að byrja á lyfi (decutan) og ég má ekki drekka mikið á því.
Ég er að fara í skoðun fyrir það lyf daginn eftir jólaballið í skólanum mínum.
Og ég held að þá sé ég beðinn um að fara í blóðprufu.
Hvað þarf ég að bíða lengi eftir því að áfengi komi ekki fram á prufunni? Nokkrir dagar? Vika? Ekkert…
Því ég vil helst ekki vera með hátt áfengismagn í blóðinu þegar ég fer í prufu fyrir lyf sem ég má ekki drekka á.
+ Mamma myndi drepa mig :D