Er þetta hollt?
Nei líklega ekki. En hafa ber í huga að Ronnie Coleman er “ýktasti” vaxtarræktarmaður heims. Hann tekur lyf fyrir milljónir á mánuði.
Jafnvel sumir hardcore atvinnumenn og margir aðdáendur og áhugamenn um vaxtarrækt líta svo á að öfgar eins og þessar hafi eyðilagt sportið og áhuga almennings.
Svo er annað að þetta er (eins og mörg önnur) sport sem snýst um öfgar. Coleman er sá öfgakenndasti. So what? Fyrir nokkrum árum hrundu þolíþróttamenn heimsins niður dauðir unnvörpum vegna lyfjamisnotkunar. Birtust þá myndir af 52kg maraþonhlaupurum með yfirskriftinni “er þetta hollt?” Nei.
En hvað segið þið viljið þið vera svona
Nei, en það er hægt að lyfta og fá meiri vöðva án þess að verða eins og Ronnie Coleman.
Það má nefna það að milljónir vaxtarræktarmanna um allan heim, þar á meðal tugir atvinnumanna, eru
ekki eins og Ronnie Coleman, þótt þeir kannski vildu. Það hefur engum öðrum tekist að verða eins og hann.
er þetta sexy?
Það er svo annað. Sjálfsagt finnst sumum þetta sexy og sumum ekki. En skiptir það máli? Eru menn yfirleitt að gera hitt og þetta í lífinu til að verða meira sexy? Eru ekki margar aðrar ástæður til að gera hluti?
Er ekki nóg að konunni hans Coleman finnist hann sexy? Kannski er honum bara alveg sama hversu mörgum finnst það eða ekki?