Það er mjög óhollt. Ef þú borðar ekkert í tólf tíma, minnst, þá er það frekar mikið.
Ef það eru kortersfrímínútur í skólanum reyndu að borða þá. Ég skil vel það að hafa enga lyst á mat á morgnanna, en taktu þá með þér eitthvað að borða í skólann og borða þegar þú kemur í skólann.
Ég borða næstum aldrei neitt fyrr en 12 og mér líður vel og er bara við góða heilsu og gengur vel í öllu. Held að það sé bara eithver vitleysa með að það sé hollast að borða á morgnanna.
Hahaha:D Nei, þú ert með ranghugmyndir… Þú þarft að borða þegar þú hefur ekkert borðað í meira sem sex tíma, frekar tíu tíma. Það að bæta öðrum sex tíma upp á svengd getur ekki undir nokkum kringustæðum farið vel með líkamann. Líkaminn þarf reglur.
Svaraðu mér þá því, ég hef ekki æft neitt og varla hreyft mig úr tölvunni síðan í 8.bekk (er í 2.í menntó núna) samt var ég sneggstur af öllum í amk 4 bekkjum í að hlaupa 200 metra. Var í þriðja sæti af 2 bekkjum í einhverju langhlaupi. Búinn að ná 10 í öllum prófunum í leikfimi í vetur. Búinn að ganga bara mjög vel í skólanum og er langt frá falli. Hef aldrei brotið bein og aldrei skaddað mig neitt illa.
Af hverju ætti ég þá að halda að ég væri að fara illa með líkamann minn ef ég er að ganga svona vel í öllu. Man nú ekki betur en að þú hafir verið að hvarta undan einhverjum meiðslum um daginn.
Ég allavega þakka þetta því að ég hef ekki borðað morgunmat í áratugi. Nema náttlega að ég sé bara með svona ofur gen en er að fara geðveikt illa með þau og væri miklu betri í öllu ef ég borðaði morgunmat, en ég efast um það.
Já, þannig vill svo skemmtilega til að ég á það til að togna. ÞAð er minn líkami, en ekki þinn.
Allt sem ég þarf að gera til að láta líkamann minn hlaupa 2000 metra á tíumínútum er ´ótrúlegt. Ég þarf að leggja tvöfalt á mig til að ná helmingi árangurs sumra. Ég er ekki íþróttamannslega vaxin, plús að ég er kvenkyns sem gerir þetta erfiðara fyrir.
Fólk er mismunandi. Sumir eru bara íþróttamannslega vaxnir að eðlisfari en aðrir þurfa að leggja sig mjög mikið á að komast áfram. Ég er ein af þeim. Þú er tí hinum hópnum.
Ég get sjaldan borðað morgunmat um leið og ég vakna. En þegar ég er komin í skólann, svona um níu hálf tíu þá get ég farið að borða. En, það er ekki sniðugt að geyma það að fá sér eitthvað að borða fram til hádegis! Og svo borða næst klukkan þrjú, þar næst klukkan sex eða sjö og svo örlítið snakk eða popp klukkan níu. Það vantar alveg heila máltíð þarna inn á milli.
Þú skalt ekki þakka því að þú borðir ekki morgunmat að þú skulir hlaupa svona hratt. Þakkaðu líkamsbyggingu þinni fyrir. Sumir eru bara að eðlisfari með gott úthald og sterkir og þurfa ekki tíu tíma á viku til að ná því sem sumir þurfa. Við erum mismunandi.
Það fer ekki vel með líkamann, hann fer að ganga á varaforða, hann notar vöðvana. Plús það að hann þarf stöðuga næringu þegar þú ert að vaxa og til að halda sér við þegar þú ert hætt/hættur að vaxa. Svo þarf heilinn næringu þannig að það er fáránlegt að fara í skólann án þess að borða.
Nema þú viljir vera aumur/aum, ekki með sterkann líkama og ef til vill ekki með eins góðann líkama og þú gætir verið, þá máttu sleppa því að borða morgunmat.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..