Kvíði er ekki eiginlegur geðsjúkdómur, þ.e. hann felur ekki í sér raunverulegar ranghugmyndir. Geðhjálp felur ekki í sér viðurkenningu á því að viðkomandi einstaklingur sé klikkaður :D
Kvíði er hinsvegar mjög mismunandi og getur verið afar bagalegur. Það er voða sjaldan sem það virkar eitthvað að “hætta þessu rugli” eða “taka einn dag í einu” ef þú ert mjög áhyggjufullur til að byrja með.
Paranoia eða áhyggjurnar sem þú hefur eru ekki geðveiki, því þú sýnir klárlega fram á að þú trúir ekki beinlínis að þú sért t.d. haldinn einhverjum sjúkdómi, þú átt bara erfitt með að hafa ekki áhyggjur af möguleikanum, ekki satt?
Prófaðu að lesa þessa stuttu fræðslu um kvíða, og sjá hvort þú kannast við einhver atriði->
http://www.rsp.is/fraedsla/kvidi.htmlEf kvíðinn er að valda erfiðleikum, í sambandi við nám, ekki vera feiminn við að leita þér hjálpar, það felur ekki í sér neina viðurkenningu á að þú sért ruglaður eða haldinn alvarlegum sjúkdómi, heldur gæti bara miðað að því að fá mat á stöðunni og einfaldar leiðbeiningar frá fagaðila, frekar en misviturlegar ábendingar frá fólki á huga.