Sjónvarpsgláp og hreyfingarleysi er í raun hvíld út á fyrir sig, eins og að lesa bók eða sitja í stól og horfa út í loftið. Eins og ég sagði er 9 tima svefn á sólarhring mjög gott fyrir 14 ára fólk en með aldrinum minnkar þörfin fyrir meiri svefn. Stuttir blundir á daginn er góðir í hófi, það er alls ekki gott að venja sig á að leggja sig á hverjum degi.
Glútamín: Mér finnst algjört hámark að taka glútamín 4x á dag. Ef þú tekur það 4x á dag er gott að taka skammt á morgnana, fyrir æfingu, eftir æfingu og áður en þú ferð að sofa.
Á hvíldardögum tek ég glútamínið 2x á dag, þá einhvertíma yfir daginn og áður en ég fer að sofa.
Á lyftingardögum tek ég einn skammt fyrir æfingu, eftir æfingu og áður en ég fer að sofa. Þetta hefur virkað fínt fyrir mig. Það þýðir allavega ekkert fyrir þig að dæla í þig glútamíni, það kemur bara út um óæðriendan á þér í vökvaformi.
Að lyfta rétt er að lyfta með góðu formi. Að lyfta með góðu formi er að gera lyfturnar rétt eins og þegar þú ert að gera bicep curls. Ég hef séð þá ófá setja alltof mikið á stöngina og svo rykkja þeir sér fram og til baka, til að ná þyngdinni upp, þetta er stundum kallað cheat curls. Þú átt að nota tvíhöfðan til að lyfta lóðinu, ekki bakið. Það er allt í lagi að bakið hjálpi til í síðustu endurtekningunum, stöku sinnum, en prógramið þitt á ekki að samanstanda af bara cheat curls! :)
Það er langbest fyrir þig að byrja bara í tækjum til að fá almennilega tilfinningu fyrir þessu. Sumir segja að þegar maður sé að byrja í lyftingum sé best að notast við full body workout en þá æfiru allan líkamann í einu á hverri æfingu. Þegar þú ert svo farinn að gera bekkpressu, réttstöðu og hnébeygju(ef þú ert ekki farinn að gera nú þegar) ættiru að skipta prógramminu niður í þrjá daga og hafa hverja poweræfingu á sitthvorum deginum. Það eru þessar æfingar sem gera þig sterkan og þú þarft góða hvíld ef þú ert að taka á í þessum æfingum!
Varðandi endurtekningar og setta fjölda verðuru bara að vera duglegur að breyta til. Það þýðir ekkert fyrir þig að lyfta 3x10 með sömu þyngdir í eitt ár og svo undraru þig á því af hverju ekkert sé að gerast. Þetta snýst um að “sjokkera” vöðvana og því verðuru að vera duglegur að breyta settum/endurtekningum/þyngdum/æfingum etc..
Þegar þú lyftir þungt í fáum endurtekningum og settum ertu aðallega að byggja upp styrk en í mörgum endurtekningum eykuru meðal annars þol.
Alls ekki vera að reyna við einhverjar svaka þyngdir, þótt þú sért ekki sterkur núna, þá kemur styrkurinn með tímanum, þú ert nú bara 14 ára ;)
Það er mjög gott fyrir þig að vinna mikið með eigin líkamsþyngd. Það eru til fullt af góðum æfingum í það eins og dífur og upphífingar og þar sem þú ert mjög léttur ættiru að geta tekið soldið á í þeim æfingum!
Segjum þetta gott í bili. :)