Sko … almennt séð tognar maður í vöðvum af því að þeir eru ekki nógu sterkir.
Þ.e.a.s. maður leggur meira álag á þá en þeir eru færir um að standast. Snöggar hreyfingar eru líklegri til að valda tognun en hægar. Þú skylmist er það ekki? Sprengihreyfingar á borð við skylmingaskref geta valdið tognun.
Upphitun hefur dálítið að segja en ekki mikið. Þá er gott að æfa hreyfinguna sem mestu álagi veldur, fyrst hægt og svo með smávaxandi hraða og krafti þangað til vöðvarnir eru komnir í vinnuhita.
Algengast er að íþróttamenn togni í hömlungum (hamstring, lærvöðvum aftan á læri). Jón Arnar tugþrautakappi og allir fótboltamenn heims eru gott dæmi.
Það er vegna þess að flestir gera styrktaræfingar fyrir fremra læri eins og grunnar hnébeygjur, fótpressur, fótréttur og framstig, en fáir gera æfingar fyrir aftara lærið eins og
réttstöðulyftu,
réttstöðulyftu með stífum fótum eða
good morning. Einnig
“Rass - og hömlungarétta” en fáar stöðvar hafa rétta tækið til að gera hana.
Þess vegna er fjórhöfðinn framan á lærinu (quadriceps) miklu sterkari og slítur hömlunginn þegar rétt er snögglega úr hnénu af fullu afli.
Sömu æfingar styrkja neðra bak og rassvöðva.
Súperman er nothæf æfing til að styrkja bakið ef maður hefur engin lóð, en til eru miklu betri æfingar með lóðum eins og áður sagði.