some ppl are just not ment to be big …
Bætt við 28. nóvember 2006 - 04:57
Það sem þú þarft að hafa í huga…..
Það er líklega óhætt að segja að það sem skiptir þig hvað mestu máli við uppbyggingu vöðva er að þú getir búið þér til góða næringaráætlun og fylgt henni vel eftir. Gullna reglan við vöðvauppbyggingu er sú að innbyrða fleiri hitaeiningar heldur en líkaminn brennir. Þær hitaeiningar þarftu að fá frá réttum orkugjöfum svo að vöðvamyndunin verði sem mest og fitusöfnun sem minnst.
Það er mjög algengt að fólk æfi af kappi en gleymi að spá í þann hluta sem snýr að réttri næringu og undri sig svo á því að vöðvarnir stækki ekki. Það sem gerist við æfingar er í rauninni það að æfingin brýtur vöðvann niður sem verður svo til þess að vöðvinn sækir í prótein og næringu til að byggja sig upp aftur, styrkjast og stækka. Góð næringaráætlun samanstendur af réttum hlutföllum próteina, kolvetna og fitu.
Reiknaðu út hversu margar hitaeiningar þú þarft að innbyrða miðað við líkamsþyngd. Miðaðu við þá reglu að borða 3 grömm af próteini fyrir hvert kíló líkamsþyngdar þinnar og byrjaðu á því að borða 4 grömm af kolvetnum á hvert kíló. Eftir eina eða tvær vikur getur þú svo aukið eða minnkað inntöku þína á kolvetnum eftir því hvort þú ert að bæta á þig of mikilli fitu eða hvort þú ert ekkert að þyngjast. Reyndu að fá 15-20% af dagskammti hitaeininganna frá fitu. Skiptu þessum hitaeiningum niður í 6 máltíðir á dag og borðaðu þær á 2-3 tíma fresti yfir daginn. Það hentar ekki þeim sem vilja byggja upp vöðva að borða 3 máltíðir á dag eins og svo margir gera.
Líkaminn getur aðeins tekið á móti vissu magni næringarefna í einu, öll næring sem þú innbyrðir umfram það breytist í fitu og geymist sem forði fyrir framtíðina.
Reyndu að borða sem flestar tegundir próteina, t.d. mjólkur-, mysu-, soja- og eggjaprótein. Það gerirðu til þess að fá allar þær amínósýrur sem þú þarft til þess að byggja upp vöðva. Reyndu að fá 50% af próteini úr fæðunni og 50% frá fæðubótarefnum, þar færðu réttu amínósýrurnar í réttu magni og það getur líka verið leiðinlegt til lengdar að vera alltaf í baráttu um að ná þessum próteinum úr matnum.
Gerðu flókin kolvetni að aðalorkugjafa þínum, það er nauðsynlegt til þess að líkaminn noti ekki próteinin sem þú borðar sem orkugjafa, þau eiga að fara í uppbyggingu vöðvanna. Ef þú færð ekki nóg af kolvetnum þá nýtast próteinin ekki í vöðvauppbyggingu. Ekki borða einföld kolvetni nema strax eftir æfingar. Ekki hræðast að borða mikið af kolvetnum, þau eru ekki óvinur þinn og þau eru nauðsynleg við uppbyggingu vöðva.
Þú þarft að borða þær fitusýrur sem eru líkamanum lífsnauðsynlegar, það eru þær fitusýrur sem hann getur ekki framleitt sjálfur. Þar eru omega 3 fitusýrurnar efstar á blaði, þær eru nauðsynlegar fyrir alla eðlilega líkamsstarfsemi. Þú færð þessar fitusýrur úr olive olíu, hnetum, avokado, fiski og lýsi, svo eitthvað sé nefnt. Forðastu mettaða fitu eins og þú getur, þó svo að við þurfum hana í litlu magni.
Fáðu þér næringardrykk strax eftir æfingu, þá er besti tíminn til að koma næringarefnum í vöðvana. Ef líkaminn fær ekki næringu strax eftir æfingu þá heldur hann áfram að brjóta niður vöðvana.
Taktu vítamín og steinefni daglega, þú þarft á því að halda svo þú getir unnið rétt úr þeirri næringu sem þú borðar. Borðaðu mikið af grænmeti og ávöxtum, þar færðu mikið af þessum efnum.
Drekktu mikið af vatni alla daga. Vatn er nauðsynlegasta næringarefnið sem þú kemst í. Reyndu að drekka minnst 4-6 lítra af vatni á dag og passaðu að drekka fyrir æfingu, á æfingunni og eftir hana.
Vigtaðu þig vikulega, stefndu að því að þyngja þig um 200-400 grömm á viku. Farirðu mikið yfir það ertu líklega að bæta á þig meiri fitu en þú þarft. Ef þú þyngist ekki þá skaltu bæta 400-500 hitaeiningum við dagskammtinn og vigta þig svo viku seinna.
Ekki vera nískur á hvíld og svefn. Líkaminn þarf mikla hvíld og mikinn svefn. Það er þá sem að líkaminn gefur sér tíma til að stækka.
Hámarks árangri í vöðvauppbyggingu nærðu með því að fara eftir þessum atriðum eins vel og þú getur.