Hjartað er nánast alltaf vinstra megin við miðju, en það er hvort sem er ólíklegt að þessi verkur sé tengdur því. Hljómar helst eins og þetta hafi að gera með meltingarkerfið sbr. upp/niður, og það væri auðvitað týpískt að tengja þetta við stress, annars fer meltingin nú stundum í gang þegar maður ætlar að pústa, hvort sem að maður er rólegur eða ekki. Ef þetta bagar þig ættirðu endilega að kíkja til læknis og fá skoðun, það er ekki útilokað að þér verði ávísuð sýrustillandi lyf t. að athuga hvort það hefur góð áhrif. Hann myndi jafnframt væntanlega geta útilokað bærilega að um hjartasjúkdóm væri að ræða (en þeir að eru að mínu viti flestir verkjalausir tabm., nema þá verkirnir væru áreynslutengdir)