Parkinsons stafar af dauða dópamín-framleiðandi frumna í heilanum (aðallega substantia nigra). Efni í kannabis bindast og örva sömu viðtaka og dópamín, en nota ekki dópamín.
Parkinsons á sér ekki þekktar orsakir, en talið er að uppsöfnun á ákveðnu próteini valdi dauða dópamín-framleiðandi frumnanna. Áhættuþættir eru tengdir erfðum, mengun, eiturefnum (m.a. skordýraeitri) og höfuðhöggum.
Efni sem hafa svipaða verkun á dópamínviðtaka og kannabis eru notuð ásamt L-dópa (sem verður að dópamíni í heilanum) til að meðhöndla Parkinsons. Þessi efni geta valdið því að sjúkdómurinn versnar þar sem að dópamínviðtakar verða smám saman minna næmir við stöðugt áreiti.
Parkinsons-einkenni stafa hinsvegar af 80%-90% minnkun í framleiðslu dópamíns og ekki af minnkaðri næmni viðtaka, svo að kannabis orsakar að öllum líkindum ekki parkinsons, en það væri hægt að gera að því skóna að þeir sem hefðu reykt mikið maríjúana um ævina, og yrðu síðan svo óheppnir að fá parkinsons, væru eitthvað ver úti. Amk er ekki víst að þeim sem þjást af parkinsons sé ráðleggt að reykja kannabis nema undir eftirliti læknis.
Bætt við 6. nóvember 2006 - 06:02
þetta átti að vera í subtantia nigra, og ráðlegt.