Ég keypti mér Multipower Creatín, sem innheldur 100% Creatine Monohydrate Powder. Þar er mælt með að persónur undir 90 kg taki 2x5 daglega fyrstu vikuna og svo 2 g daglega í 3-5 vikur. Persónur 90 kg og yfir eiga að taka 4x5 í viku og svo 2 g daglega í 3-5 vikur. Þett er svoldið flókið þar sem ég er 85 kg og 194 cm þannig ég veit ekki alveg í hvorn fótinn ég á að standa í þessu máli. Ráðlögð er pása eftir 4-6 vikur og nokkurra viku hvíld er ráðlögð. Mig langar að vita hvort þetta sé gott efni miðað við lýsingarnar hjá mér og þetta með 2 g hámark á dag, ég hélt að það væri 5 g, og svo afhverju ég á að taka hvíld eftir 1-1/2 mán en ekki 3 eins og í grein hér að framan um Creatín.

Bætt við 3. nóvember 2006 - 18:55
og já ég er á 15 ári ef það skiptir einhverju…
Rök>Tilfinningar