ókei, ef þér er illt í bakinu þá ertu að beita líkamanum vitlaust eða eitthvað.
Vertu beinn í baki, ekki vera eins og rækja þegar þú situr, skrifaðu með blekpenna en ekk kúlupenna. Það þarf mun meiri kraft að skrifa með kúlupenna en blekpenna og það verður bara að stífleika sem leiðir niður í bak. slakaðu á í öxlunum.
Ef þú ert með innlegg athugaðu hvort þau séu rétt. Ég veit dæmi um fólk sem hefur labbað út með vitlaus innlegg og bakið fokkast upp eftir það. Eða jafnvel,þarftu innlegg?
Ef þú ert að lyfta, gera einhverjar markvissar æfingar þá skaltu athuga hvort þu´sért að gear þetta rétt. Fáðu þjálfara til að fylgjast með þér. Það eru margir sem koma illa úr því að hafa verið að lyfta vitlaust. Ef þú ert að lyfta og hefur aðgang að þjálfara láttu hann kenna þér að gear ýmiskonar bakæfingar
Jafnvel er þetta hreyfingarleysi. Farðu að synda, út að hlaupa, hjóla, hvað sem er.
Hvað varðar bakæfingar er afskaplega erfitt að kenna þær í gegnum huga.