Slepptu kreatíni í bili, þú hefur ekkert við það að gera.
Prótein getur hjálpað ef mataræðið hjá þér er lélegt og byggist mikið á brauði og kolvetnaríku drasli.
En aðalatriðið er samt að losa sig við matvendni og borða mikið og reglulega. Kjöt, fisk, egg eða mjólkurvörur með hverri máltíð. Hnetur eru góðar líka. Reyndu að ná 5-6 máltíðum á dag og alltaf a.m.k. 20g af próteini í hverri.
Gróft reiknað þarftu ca 2g á kíló líkamsþyngdar (að frádreginni fitu), svo ef þú ert 70kg og meðalfeitur þarftu um 120g af próteini á dag.
Til að fá 20g af próteini þarftu td að éta:
- 100g af kjöti eða fiski (lítið stykki)
- 2 egg
- 500ml af mjólk (2 glös)
- 100g (lítinn poka) af hnetum
Mjólk (eða léttmjólk, undanrenna, skyr.is) er besti og einfaldasti próteindrykkurinn. Ódýr, fæst alls staðar, bragðgóður, kældur, þarf ekki að blanda og svínvirkar.