Ekkert að fyrirgefa. Annars held ég, án þess að vita það með vissu, að fiskur ýmiskonar (túnfiskur t.d.) væri mjög sniðugur vegna úrvalsins af ammínósýrunum sem þar er að finna (þær eru byggingareiningar próteina). Hinsvegar hef ég ekki hugmynd um hvort það sé fyrir eða eftir æfingar sem skiptir máli, það skiptir allavega máli að endurnýja kolvetnisbyrgðirnar.
Ég veit það fyrir víst að núverandi Mr. Olympia étur um fimmtán únsur á dag af fiski, enda afskaplega sniðug fæða fyrir lyftingarmenn miðað við efnisinnihaldið. Menn ættu kannski að narta í harðfisk eftir æfingar í stað próteinstykkja? :P