Finnst ykkur að nammi og snakk framleiðindur ættu að setja kaloríu innihald á umbúðirnar. Væri ekkert verra að vita hvað það eru sirka margar kalóríur í einu súkkulaði stykki? Hmmm
Ég fór nú upp í skáp þegar þú sagðir þetta og ég fann hvergi hitaeiningamagn/kaloríumagn. Meðal annars var þar suðusúkkulaði, karamellur, döðlur og fleira drasl. Stóð bara á einum snakkpoka.
Samt, ef það stendur “sykur” þá er auðvelt að ganga út frá að viðkomandi matartegund sé óholl. Svo er líka til common sense sem virkar oft. Það er óþarfi að þurfa að mata allt ofan í alla og skrifa með stórum stöfum á hvert einasta sykurkorn: Sykur er óhollur!
Þakka þér. Hvað segirðu um Nóbelin? Er það of stór biti svona snemma? Kommon, þessi röksemdafærsla mín hér áðan var svo góð hún ætti að fá friðarverðlaun nóbels…
Ég hef nokkrum sinnum tékkað á svona kaloríuupplýsingum á snakki og súkkulaði og ég hef komist að því að meðal súkkulaðikexstykki er umþb 300 kkal meðan flest snakk er 450-500 kkal á 100 gr
Bætt við 28. október 2006 - 15:55 Samt eru oftast kaloríuupllýsingar á þessu ef maður leita nógu vel, þetta er meira að segja á tyggjópökkum ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..