Það er í fyrsta lagi voða persónubundið hvort þú GETIR í fyrsta lagi hlaupið á fastandi maga. Þegar ég hef hlaupið á fastandi maga hefur það endað með mígrenisköstum og herlegheitum.
Í öðrulagi, hvað þarftu eiginlega að brenna? Ef þú ert fit, í góðu formi og alles þá skaltu ekki hlaupa á fastandi maga, því að það ert þá sem þú ert að brenna vöðvum. Ef þú hefur fitu til að brenna, þá ætti það að vera í lagi.
Það ætti ekki að drepa neinn að hlaupa á fastandi maga, en það er spurning hvort það sé skynsamlegt. Þú verður bara að vega og meta fyrir sjálfan þig hvort þú þurfir að brenna einhverri fitu, þá já, why not. Mundi eflaust virka eitthvað aðeins. Annars virkar það alveg eins að hlaupa bara eðilega, þegar þú ert búinn að borða…