Jæja, mig langar aðeins að segja frá því sem er að mér og athuga hvort að einhver hafi sömu sögu að segja.
Þannig er mál með vexti að ég er að fara í lungna aðgerð eftir 11 daga og á þa að fjarlægja blöðrur sem eru lunganu með því að taka toppin af lunganu skilst mér. Þessar blöðrur eru eflaust einhver fæðingargalli og er bara á vinstra lunga.
Þessar blöðrur eru allaf að springa og gera það að verkum að lungað fellur saman (loftbrjóst) Á þessu ári er lungað búið að falla 4- eða 5 sinnum saman með tilheyrandi verkjum og sjúkrahúsferðum. En eftir aðgerðina verð ég að vera ca 4-5 daga útaf slöngu sem verður að vera inn í lunganu í ca 3 sólarhringa.
Ég er nú soldið kvíðin fyrir þessari aðgerð en er einhver hér sem hefur farið í svipaða aðgerð og getur sagt mér hvernig allt hafi verið eftir hana, bati, líðan og fleira?