Ég mæli ekki með bringusundi.
Af því ég hef ekki gott þol synti ég alltaf bringusund, varð svo þreytt á skriðsundi. Var að reyna að losna við vöðvabólgu en það gekk eitthvað erfiðlega.
Svo var mér ráðlagt hér á huga að synda skriðsund í staðin. Ég píndi mig til þess og hef ekki synt bringusund síðan. Og veistu hvað? Vöðvabólgan er virkilega að hverfa, alveg ótrúlegur árangur eftir lítinn tíma.
Bringusund er verkfæri djöfulsins :P
Bætt við 21. október 2006 - 00:11
Það er líka slæmt fyrir bakið. Ég fór alltaf að fá stingi í mjóbakið þegar ég synti mikið bringusund en það gerist aldrei þegar ég syndi skriðsund.