(Ég er ekki alveg viss um hvar þetta á heima en ég set það bara hér þar sem þetta tengist hreyfingu)

Finnst ykkur of seint að fara að æfa eitthvað þegar maður er alveg orðinn 18 ára? Ég veit að það er betra seint en aldrei því maður á eftir að sjá eftir því. Mér finnst bara erfitt að koma þessu af stað=)

Ég vildi bara óska þess að ég hefði byrjað að æfa dans þegar ég var yngri. Þegar ég var svona 5 ára þá hafði ég rosalegan áhuga á ballett en núna er ég að pæla í því að fara að æfa jazz ballett eða eitthvern veginn svoleiðis dans.
En ég held að mér eigi eftir að líða svolítið svona eftirá því að mig langar líka að ná árangri í viðkomandi dansi og mér finnst það svo seint að byrja:/

Og svo var ég líka að pæla í aldurshópum því að ég mundi helst ekki vilja æfa með litlum krökkum sem eru að byrja, heldur svona jafnaldrar mínir sem eru líka á byrjendareitnum.

Þá er það komið.
Takk fyrir mig,
kv. Blómastelpa