Ég myndi mæla með því að þú myndir byrja á að taka rólegt prógram til að byrja með, þ.e. lyfta bara 3 daga vikunnar og reyna að brenna hina sem þú vilt æfa á.
Flestir sem eru tilbúnir að æfa 5 daga vikunnar æfa frá mánudegi til föstudags og hvíla þá alveg yfir helgina og hafa nammidag á laugardeginum.
Ég myndi mæla með að þú myndir lyfta eftir þessu prógrami :
http://www.hugi.is/heilsa/articles.php?page=view&contentId=2701291 . Fínt fyrir þig að lyfta á mánudegi - miðvikudegi og föstudegi. Fara svo út að hjóla, skokka eða fara í fótbolta eða einhverja álíka hreyfingu.
ATH gott er að taka gott skokk eða álíka
hreyfingu eftir lyftingar, brennsla ætti að vera í hámarki einmitt eftir lyftingar.
Muna svo að borða
6 máltíðir á dag,
2 stærri máltíðir (hádegismat og kvöldmat), borða ekki eftir 8 á kvöldin og reyna að borða ekki mjög mikið í einu.
Smá dæmi um góðan dag :
Morgunmatur - Hafragrautur (bara vatn og haframjöl!!)
10 kaffi - Hrökkbrauð með kotasælu og túnfisk.
Hádegismatur - Kjúklingabringur, hrísgrjón og grænmeti.
Hálf 3 leytið - Ávöxtur s.s. epli/banani.
Um 5 leytið - Hreint hrært skyr.
Kvöldmatur - Það sem eldað er í kvöldmat, svosem allt í lagi að borða það sem er á boðstólum en ef það er mjög óhollt er ágætt að fá sér bara eitthvað sem er hollt og þér finnst gott.
Reyna að drekka svo 3 lítra af vatni á dag !! :)