Stórir fiskar, stór dýr sem eru rándýr hafa meira af eiturefnum í líkama sínum. Þannig er hringrás lífsins. Veit ekki hvernig það er með túnfisk, en t.d. hvalir og ísbirnir hafa oftast mjög mikið kvikasilfur í sér, sem og ernir. ÞVí ofar í fæðukeðjunni, því eitraðari.
Sama hvað einhver svona rannsókn segir, þá er túnfiskur með því hollara sem þú lætur ofan í þig, ef maður hlustar á allar svona rannsóknir þá á maður ekki að borða neitt.
Versta við túnfisk í dós allavega er hvað hann er saltur, legg það bara í vana minn að skola hann aðeins og skella honum svo í grímuna með gaffli og vatnsglasi, ógeðslega vont en það venst:D!
hehe, ok, gott að þú hugsar um heilsuna, ertu að keppa í einhverju? En ef maður á að borða eitthvað mjög hollt, eins og þú borðar mikið af túnfisk, er þá ekki gott að borða skyr? (Hreint, án sykurs)
Jú mjög gott, borða ógrynni af því:) Reyndar get ég ekki vanið mig á hreint skyr, en fæ mér sykurlausu skyrin, mjög góð miðað við hvað þau eru lítið óhollari en þetta hreina.
Ég geri þetta líka oft, þ.e.a.s. eina dollu af túnfiski, en þó hef ég fundið eitt sem að bragðbætir fiskinn til muna. Prófaðu að blanda einu dollu saman við eina dollu af Kotasælu. Hún er ekki óholl, minnir að það sé 4/100g af fitu og 11/100g prótein. Þetta 2 saman er algjört lostæti!
Já, hef heyrt talað um þetta saman, kem því miður kotasælu ekki ofan í mig;)!
Líka talað um það oft úti að það sé gott að éta kotasælu fyrir svefninn útaf mjólkurpróteinunum, en við íslendingarnir erum svo heppnir að hafa bragðgóða skyrið í það;)!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..