Það sem læknarnir segja er bull.
Ég hef verið með vöðvabólgu um allt bak, upp í háls. Það mikla að ég gat stundum hvorki setið né staðið. Það voru hnúðar sem komu upp og þegar ég færi annað hvort hálsinn eða axlirnar heyri ég braka í vöðvabólgunni þar sem beinin núnast við. Mjög gaman.
Eðli vöðvabólgunanr er þannig að þú vilt auka blóðstreymi. Ef þú ert að lyfta þá ertu að auka blóstreymi til vöðvanna og þar af leiðandi losnar um hana. Lyftingar eru ekki hættulegra en að synda, bara betra. Ég fann mun bara strax og ég byrjaði að lyfta smávegis þyngdum, ég tók ekki þungt nærri því strax, bara með því að nota tækin, þá komst blóðið af stað. Ef þú færir til sjúkraþjálfara væri mjög líklegt að þú væri látin gera lyftingaæfingar til þess að styrkja bakið svo að þú getir verið bein í baki, til þess að auka blóðstreymi um stífu vöðvana, sem vöðvabólga er.
Ég hef reynt allt. Synda, hoppa, snúa mér, heita bakstra, kalda bakstra, hlaup, sjúkraþjálfara og nudd. Það eina sem lagaði þetta virkilega var það að lyfta, alveg sama hvað þessir læknar þínir segja.
Og svo eitt, passaðu þig að hafa hálsinn beinann. Ekki láta hann bogna í C, ef þú skilur.