Sund styrkir líkamann að vissu marki. Einkum stækka axlavöðvar og bakbreiðavöðvi (lats) sundmanna, en þeir eru aðaldrifvöðvar í sundi og eru undir miklu álagi miðað við stærð.
En þá er ég að miða við alvöru sundþjálfun (2-5km 4-8 sinnum í viku) þar sem verulegur hluti er syntur nálægt hámarkshraða. Nokkrar rólegar ferðir öðru hverju eru fyrst og fremst létt þolþjálfun.
Sund er góð alhliða þjálfun, einkum skriðsund, en kemur ekki í stað styrktarþjálfunar.