ah, þetta var auto-svar, eftir vissan svarafjölda dettur maður í ákveðinn gír.:]
Ég hef heyrt talað um bæði, annarsvegar að hærra hlutfall af eldsneyti sé fita á lágum púlshraða, en hinsvegar að fleiri kaloríum sé brennt á hærri púlshraða.
Ég er skeptískur á fræðin í kringum þennan heppilega brennsluhjartslátt. Hjartsláttartíðni, í hvíld og við heppilega áreynslu er að mínu viti breytileg eftir einstaklingum, og mörgum utanaðkomandi þáttum, svo líklega þyrfti maður að vera skrambi vísindalegur til að komast að því hvaða hraði væri bestur með minna en +/- 10 slaga fráviki.
amk. af markmiðið væri bara almenn brennsla myndi ég halda að það væri farsælla að miða meira við tilfinningu, fjölbreytni og hentugleika, og vera nákvæmur á öðrum sviðum, eins og matarræði. Jafnvel þótt að fitubrennslan sé svo meiri á einhverjum sviðum æfingarinnar hefur þjálfunin áhrif á marga aðra þætti, eins og styrk vöðva, bæði beinagrindar og iðravöðva, sem hafa áhrif til baka á fitu-brennslu, geymslu ofl.