Jæja hugarar:) Þennan kork vil ég búa til sem algörlega hlutlaus einstaklingur í sambandi við reykingarbann á veitinga- og skemmtistöðum 1. júní 2007.
mér langar að prófa svolítið og sjá hvort að ég geti eingöngu fengið svör frá fólki sem að reykir..
Ástæðan fyrir því er að ég veit að það hafa komið svona korkar áður og þá hefur mikill meirihluti svarað sem að reykir ekki.
Það er allt í lagi í sjálfu sér, en þið reykingarfólkið týnist samt svo oft í meirihlutanum:] ..mér langar að vita hvað ykkur finnst..
um reykingarbannið sjálft?
Hvernig getiði ímyndað ykkur að líf ykkar verði þegar bannið skellur á í sambandi við:
-Djamm
-kaffihúsaferðir
-og svo fyrir þá sem að mega ekki reykja heima hjá sér.
Haldiði að þetta bann eigi eftir að hafa í för með sér aukna fordóma gagnvart reykingarfólki?
Finnst ykkur þetta brjóta á friðhelgi einkalífsins?
Og hvað finnst ykkur um það markmið lagana að vera að vernda starfsmenn veitinga- og skemmtistaða fyrir óbeinum reykingum? (hafa þær áhrif?)
Að lokum vildi ég síðan fá að vita hvernig “lausn” þið mynduð sætta ykkur við í þessu máli. Sem sagt breytingar til að gera báða hópa skikkanlega ánægða.