Halló.! Vonandi er einhver hérna sem getur hjálpað mér því ég er að farast úr áhyggjum hérna.
Sko málið er að ég fékk mér einkaþjálfara og er búin að mæta núna í 5 tíma hjá honum. Í upphafi sagði ég við hann að ég vildi ALLS ekki verða of mössuð. Þá sagði hann að það yrði engin hætta á því, ég væri kvennmaður og þær gætu ekki fengið of mikinn vöðvamassa.

En núna 5 tímum seinna þá er ég gjörsamlega búin að blása út, ég er komin með miklu þykkari læri og rass en mér þykir samt svo ótrúlegt því að ég hef aðeins farið í 3 tíma þar sem áherslan er á lappirnar.

Ég spurði svo einkaþjálfarann af hverju ég væri orðin svona MIKIÐ breið um lærin og rassinn og hann svaraði að núna væru lærin full af vökva vegna þess að þau væru ekki vön álaginu en eftir svona 2-3 vikur þá færi vökvinn úr vöðvunum og lærin myndu minnka aftur.

Ég hins vegar hef aldrei heyrt þetta áður, en vona samt svo að þetta sé satt því að ég er hætt að passa í buxur sem ég passaði í áður en ég byrjaði í einkaþjálfun og yrði engan vegin sátt við að hafa svona þykk læri.

Er þetta satt sem einkaþjálfarinn var að segja? Eiga vöðvarnir eftir að minnka aftur? Ef ekki, hvernig er þá hægt að brenna vöðvamassa, því ég er engan vegin sátt við að líta svona út :/

Vonandi að einhver hafi nennt að lesa þetta og gefi sér tíma í að svara mér :) Takk takk