Ég fékk mínar bólur og eftir mörg ár af því að kaupa drasl sem lofaði að laga þetta og laga hitt en gerði svo sama og ekkert gagn (plús það að þetta er fokdýrt, sneri ég mér að ódýrustu lausninni, drink water! í alvörunni, fyrir mig er það eina sem virkar á bólurnar! Núna er ég búin að drekka 2 l af vatni á dag í 6 mánuði og það er ekki nokkur möguleiki að sjá að ég hafi nokkurn tímann fengið minnsta fílapensil! það virðist mikið 2l en það er það ekki þegar búið er að venja sig á það, prófiði í mánuð og sjáið til