Góðan Daginn kæru hugarar
Ég er strákur á 18 aldursári sem hef mikin áhuga að halda mér í formi, er duglegur að fara í ræktina með skólanum en læt vinnuna nægja á sumrin. Ég er 181 á hæð og um 68 kíló. Ég er með einhverja sýnilega magavöðva en þó er ég með smávegis spik utan á mér og í hliðunum. Fólk hefur sagt við mig að það þýðir ekkert að brenna þessu með því að fara út að skokka því að þá verð ég bara horaðari og þetta fari ekkert að ráði, mér hefur verið ráðlagt að vera bara duglegur að lyfta en mér finnst það ekkert vera að virka.
Hvað haldið þið að sé best í stöðuni?