Er að fara til Danmerkur í líðháskóla, ætla mér að taka mig aðeins á í hreysti, bæði þá vonast til ég að auka þolið mitt og stækka aðeins.
Verð þarna á heimavist og er í föstu fæði, þannig að ég er ekkert að fara “éta rétt, prótín, kolvetni” nema bara það sem mér er gefið, kartöflur og allskonar.
Langar að vita hvað ég get verslað mér til að fá smá boost.
Eiginlega allt inní myndinni, er í þokkalegu formi og hef lyft slatta í gegnum tíðina en aldrei notað nein fæðubótarefni.
Bæði að pæla í að stækka smá vöðvana og að rífa mig líka (veit að það er ekki hægt í einu, en skipta þessu aðeins) og er þá td. að pæla í einhverju svona Ripped Fuel (sem ég las um hérna) með efedríni, hvort að það sé stálið eða þá bara kjánaskapur.
Komið nóg af blaðri, endilega segja mér reynslu ykkar og hvað hefur virkað vel fyrir ykkur :)
Ps. Ég veit allt um að éta vel og drekka nóg vatn og þannig, veit bara ekkert um fæðubótarefni :P