Já um daginn varð ég fyrir því leiðindaróhappi að sparka í jörðina í fótbolta, sem er nú ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að boltinn sem kom frá hlið rúllaði upp í brekku og ég negldi ofan í jörðina og ristin festist en restin af löppinni hélt áfram og ég fann bara hvernig það strekktist á bandi í löppinni á mér. Það var mjög vont fyrst og næsta dag gat ég ekki labbað en það kom. Núna eru um 2 vikur síðan og ég get ekki ennþá sparkað alemennilega í bolta með vinstri án þess að finna hvernig það strekkist á þessu “band” eða hvað þetta er. Þetta er að trufla mig mikið og ég get engan veginn spilað fótbolta af bestu getu sem er mér mjög gramt um geð.
Rök>Tilfinningar