Ég fer eftir þessu prógrammi auk lyftinga.
“Þessu prógrammi?” Hvaða prógramm er það?
Allavega. Æfingaprógrömm eru mikið smekksatriði. Persónulega hallast ég að því að:
- nota frekar lóð en vélar
- nota frekar samsettar en einangrunaræfingar
- frekar færri reps og meiri þyngd
- frekar fleiri sett en fleiri æfingar
- taka ekki píningarreps
- æfa þol helst ekki á sömu dögum og lyft er, annars á eftir lyftingum
Fyrir byrjendur tel ég langáhrifamest og best að æfa 2-3svar í viku og þá allan líkamann í einu, ekki að skipta honum upp fyrr en þú virkilega þarft þess (eftir 1-2 ár).
Almennt eru 5-10 endurtekningar (reps) bestar fyrir byrjendur. 2-5 sett af hverri æfingu.
Vel uppbyggt æfingaprógramm þarf 6 aðalæfingar:
1 - Ýta með efri líkama (bekkpressa, standandi pressa, dýfur eða ámóta)
2 - Toga með efri líkama (upphífing, niðurtog, róður eða ámóta)
3 - Ýta með neðri líkama (hnébeygja eða fótpressa)
4 - Toga með neðri líkama (réttstöðulyfta)
5 - Einhver magaæfing
6 - Einhver mjóbaksæfing
Þannig að dæmi um prógramm gæti verið:
Mán:
Hnébeygja 5x5
Standandi pressa 3x10
Niðurtog 3x10
Magaæfing 3x10
Mið:
Bekkpressa 5x5
Fótpressa 3x10
Róður 3x10
Bakrétta 3x10
Fös:
Réttstöðulyfta 5x5
Hallandi bekkur m/handlóðum 3x10
Róður með handlóðum 3x10 hvor hendi
Magaæfing 3x10
Eftir að aðalæfingum dagsins er lokið má gera svona dúllerísæfingar eins og krull, þríhöfða og axlir ef áhugi og tími er til. En í byrjun er best að einbeita sér að styrk í grunnæfingum.
Tvær frábærar vefsíður:
Stumptuous.com (engu síður fyrir karla þrátt fyrir nafnið)
ExRx.Net (Exercise Prescription