Mér finnst mjög gott að æfa þar. Mikið úrval af útbúnaði. Aðalkostirnir framyfir World Class (fyrir mig) voru páverandinn sem er enginn í WC og persónulegra og heimilislegra andrúmsloft. Ég kynntist fleirum og lærði meira á mánuði í OV en á 2 árum í WC.
Einnig má nefna að í Orkuverinu æfa reglulega kempur á borð við Benna Magg, Magnús Ver, Stefán Sölva, Stebba Spjóta og Jóa Gísla Eigandinn er aflraunamaðurinn og sjúkraþjálfarinn Georg Ögmundsson. Andinn getur verið rosalegur þar, t.d. á föstudögum.
Þar er líka mikið af einkaþjálfurum og námskeiðum í sal sem ég hef ekki nýtt mér.
Verðið er mjög gott, talsvert lægra en
í World Class.