Andoxunarefni eru líkamanum mjög mikilvæg og það er gott að fara í svona mælingu reglulega.
Við daglega áreynslu (og tala ekki um fólk sem stundar mikla líkamsþjálfun) þá breytir líkaminn súrefnisfrumeindum svokölluð sindurefni en þau eru mjög slæm fyrir líkamann og geta stuðlað að hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og flýta fyrir öldrun og margt fleira.
Af hverju er svo mikilvægt að vera með mikið af andoxunarefnum í líkamanum? Jú, andoxunarefni ráðast á sindurefni og gera þau skaðlaus. Andoxunarefni styrkja ónæmiskerfið og kemur í veg fyrir ýmsa sjúkdóma þó það sé ekki alveg sannað en ýmsar rannsóknir styðja þessa fullyrðingu en aðrar ekki.
Hvað sem því líður, þá er andoxunarefni gott fyrir líkamann því þau ráðast á sindurefnin sem eru, eins og áður segir, slæm.
Þú færð andoxunarefni úr ávöxtum og grænmetum helst sem innihalda E og C vítamín. Þú færð mikið af andoxunarefnum úr grænþörungum, s.s. Spirulina.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.