Ég er ekki viss, en ég held að þetta passi hér, frekar en á öðrum áhugamálum … Allavega, mig langaði að vita hvort einhver hafi reynslu af hómópatíu eða skottulækningum. Ég hef frá því ég var lítil haft mikinn áhuga á þessu. Svæðanudd, lækningajurtir, te og olíur … Ég hef núna í sumar verið að týna blóm og ætla að prófa að gera eitthvað úr þeim. Ég er mest að pæla í tejurtum og þannig en svo las ég grein um konu sem gerir smyrsl úr allskonar jurtum (villimey.is).

Ástæðan fyrir að mig langar að fara að pæla í þessu fyrir alvöru er að ég er mjög slæm af vöðvabólgu og það virðist ekkert ætla að ganga að losna við hana. Ég hef talað við nokkra lækna og ekkert virkar. Ég fékk krem og Voltaren og allskonar ráð og eina sem gerðist var að vöðvabólgan versnaði þegar ég fór að pæla í henni. Ég hef lengi vitað að blóðberg er gott við hausverk (og líka kvefi, þynnku, meltingatruflunum og öllum minniháttar kvillum)

Endilega látið vita ef það er einhver hérna sem hefur jafn skrítin áhugamál og ég ;)